FH og Keflavík að stinga af? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2008 12:39 FH-ingar fagna einu marka sinna gegn Fjölni í gær. Mynd/Daníel Eftir að sjöttu umferð Landsbankadeildar karla lauk í gær er ljóst að tvö lið hafa nú dágott forskot á hin liðin tíu í deildinni. FH-ingar eru í efsta sæti deildarinnar með sextán stig og Keflavík í öðru sæti með fimmtán. Næstu lið koma sex stigum á eftir Keflvíkingum og því ljóst að þessi tvö lið verða á toppi deildarinnar í næstu tveimur umferðum, að minnst kosti. Það er nánast sama hvar er komið niður, þessi tvö lið bera höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni. Þróttarar erfiðir toppliðunum Bæði lið hafa unnið fimm af sínum sex leikjum til þessa en FH-ingar eru enn taplausir og gert eitt jafntefli. Það kom í æsispennandi leik gegn Þrótti þar sem jöfnunarmark Þróttar kom í blálok leiksins. Lokatölur urðu 4-4. Þessi fjögur mörk eru einnig þau einu sem FH-ingar hafa fengið á sig í mótinu til þessa. Markatala liðsins í hinum fimm leikjum liðsins er 13-0 en þeir hafa allir unnist. Keflavík tapaði einnig einu stigum sínum á mótinu til þessa gegn Þrótti sem unnu Keflvíkinga í fimmtu umferð mótsins, 3-2. Þetta var fyrsti sigur Þróttara í deildinni. Öflugur heimavöllur Þrjú lið hafa unnið alla sína heimaleiki til þessa. Auk toppliðanna tveggja hafa Valsmenn unnið sína þrjá heimaleiki, þar af tvo á nýja Vodafone-vellinum. Öll hin liðin níu í deildinni hafa tapað minnst einum leik á heimavelli. Munurinn á toppliðunum annars vegar og Val hins vegar er að Valsmönnum hefur gengið skelfilega á útivelli. Þeir hafa tapað öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Tvö lið, Breiðablik og Grindavík, eiga enn eftir að vinna leik á heimavelli á leiktíðinni. Varnar- og sóknarbolti FH og Keflavík eru í sérflokki hvað varðar skoruð mörk. Keflvíkingar hafa skorað flest mörkin, átján talsins, og FH-ingar sautján. Það er sex mörkum meira en næsta lið á eftir. En liðin hafa þó farið öðru vísi að í sigurleikjum sínum. FH-ingar hafa haldið hreinu í fimm leikjum sínum af sex en Keflvíkingar hafa hins vegar aldrei haldið hreinu í sínum leikjum. En þökk sé miklum sóknarþunga Keflvíkinga hefur það ekki komið þeim alvarlega í koll. Hins vegar hefur frammistaða FH-inga ef til vill gefið til kynna að þeir séu ekki eins líklegir til að misstíga sig í næstu umferðum og Keflvíkingar. Það er stundum sagt að vörnin vinni titilana og mun það ef til vill reynast stærsti munurinn á liðunum ef FH og Keflavík halda yfirburðum sínum í deildinni. FH er með þrettán mörk í plús og Keflavík með sjö. Næstir koma Framarar með tvö mörk í plús en þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk til þessa, rétt eins og FH-ingar. Munurinn er hins vegar sá að Fram hefur aðeins náð að skora sex mörk. Neikvætt markahlutfall Auk FH, Keflavíkur og Fram er Fjölnir eina liðið sem er með jákvætt markahlutfall af liðunum tólf í deildinni. Öll hin liðin átta hafa þar að auki fengið á sig minnst tíu mörk hvert. Keflvíkingar hafa þar að auki fengið á sig ellefu mörk. Þetta hlýtur að teljast mikið áfall fyrir Val, Fylki og Breiðablik sem fengu fá mörk á sig á mótinu í fyrra. Valur og Breiðablik fengu 20 mörk á sig í fyrra og Fylkir átján. Nóg eftir Það skal þó skýrt tekið fram að nú er aðeins rúmum fjórðungi mótsins lokið og því nóg eftir. Línurnar eiga án vafa eftir að skýrast frekar en aðeins eitt stig skilur að liðin í þriðja og áttunda sæti. Mótið hefur fyrst og fremst verið stórskemmtilegt fyrir áhorfendur í sumar en mikið hefur verið skorað og einnig nóg af rauðum spjöldum og vítaspyrnudómum. Deildin hefur af því leyti til farið vel af stað og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira
Eftir að sjöttu umferð Landsbankadeildar karla lauk í gær er ljóst að tvö lið hafa nú dágott forskot á hin liðin tíu í deildinni. FH-ingar eru í efsta sæti deildarinnar með sextán stig og Keflavík í öðru sæti með fimmtán. Næstu lið koma sex stigum á eftir Keflvíkingum og því ljóst að þessi tvö lið verða á toppi deildarinnar í næstu tveimur umferðum, að minnst kosti. Það er nánast sama hvar er komið niður, þessi tvö lið bera höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni. Þróttarar erfiðir toppliðunum Bæði lið hafa unnið fimm af sínum sex leikjum til þessa en FH-ingar eru enn taplausir og gert eitt jafntefli. Það kom í æsispennandi leik gegn Þrótti þar sem jöfnunarmark Þróttar kom í blálok leiksins. Lokatölur urðu 4-4. Þessi fjögur mörk eru einnig þau einu sem FH-ingar hafa fengið á sig í mótinu til þessa. Markatala liðsins í hinum fimm leikjum liðsins er 13-0 en þeir hafa allir unnist. Keflavík tapaði einnig einu stigum sínum á mótinu til þessa gegn Þrótti sem unnu Keflvíkinga í fimmtu umferð mótsins, 3-2. Þetta var fyrsti sigur Þróttara í deildinni. Öflugur heimavöllur Þrjú lið hafa unnið alla sína heimaleiki til þessa. Auk toppliðanna tveggja hafa Valsmenn unnið sína þrjá heimaleiki, þar af tvo á nýja Vodafone-vellinum. Öll hin liðin níu í deildinni hafa tapað minnst einum leik á heimavelli. Munurinn á toppliðunum annars vegar og Val hins vegar er að Valsmönnum hefur gengið skelfilega á útivelli. Þeir hafa tapað öllum þremur útileikjum sínum til þessa. Tvö lið, Breiðablik og Grindavík, eiga enn eftir að vinna leik á heimavelli á leiktíðinni. Varnar- og sóknarbolti FH og Keflavík eru í sérflokki hvað varðar skoruð mörk. Keflvíkingar hafa skorað flest mörkin, átján talsins, og FH-ingar sautján. Það er sex mörkum meira en næsta lið á eftir. En liðin hafa þó farið öðru vísi að í sigurleikjum sínum. FH-ingar hafa haldið hreinu í fimm leikjum sínum af sex en Keflvíkingar hafa hins vegar aldrei haldið hreinu í sínum leikjum. En þökk sé miklum sóknarþunga Keflvíkinga hefur það ekki komið þeim alvarlega í koll. Hins vegar hefur frammistaða FH-inga ef til vill gefið til kynna að þeir séu ekki eins líklegir til að misstíga sig í næstu umferðum og Keflvíkingar. Það er stundum sagt að vörnin vinni titilana og mun það ef til vill reynast stærsti munurinn á liðunum ef FH og Keflavík halda yfirburðum sínum í deildinni. FH er með þrettán mörk í plús og Keflavík með sjö. Næstir koma Framarar með tvö mörk í plús en þeir hafa aðeins fengið á sig fjögur mörk til þessa, rétt eins og FH-ingar. Munurinn er hins vegar sá að Fram hefur aðeins náð að skora sex mörk. Neikvætt markahlutfall Auk FH, Keflavíkur og Fram er Fjölnir eina liðið sem er með jákvætt markahlutfall af liðunum tólf í deildinni. Öll hin liðin átta hafa þar að auki fengið á sig minnst tíu mörk hvert. Keflvíkingar hafa þar að auki fengið á sig ellefu mörk. Þetta hlýtur að teljast mikið áfall fyrir Val, Fylki og Breiðablik sem fengu fá mörk á sig á mótinu í fyrra. Valur og Breiðablik fengu 20 mörk á sig í fyrra og Fylkir átján. Nóg eftir Það skal þó skýrt tekið fram að nú er aðeins rúmum fjórðungi mótsins lokið og því nóg eftir. Línurnar eiga án vafa eftir að skýrast frekar en aðeins eitt stig skilur að liðin í þriðja og áttunda sæti. Mótið hefur fyrst og fremst verið stórskemmtilegt fyrir áhorfendur í sumar en mikið hefur verið skorað og einnig nóg af rauðum spjöldum og vítaspyrnudómum. Deildin hefur af því leyti til farið vel af stað og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Sjá meira