Innlent

Kaupmáttur launa rýrnar um rúm fjögur prósent

MYND/Hari

Kaupmáttur launa hefur rýrnað um um það bil fjögur prósent síðustu tólf mánuði ef tekið er mið af þróun launavísitölu og verðbólgu.

Hagstofa Íslands birtir í dag launavísitölu fyrir maí og þar kemur fram að hún hafi hækkað um 0,4 prósent frá fyrri mánuði. Hins vegar hefur vísitalan hækkað um 7,9 prósent síðustu tólf mánuði en á sama tíma mælist verðbólgan 12,3 prósent. Því nemur kaupmáttarrýrnunin rúmum fjórum prósentum sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×