Innlent

Neitar að hafa drepið konu og barn

SB skrifar
Neil Entwistle er ákærður fyrir hroðalegan glæp. Sagður hafa lifað tvöföldu lífi og skoðað klám á internetinu.
Neil Entwistle er ákærður fyrir hroðalegan glæp. Sagður hafa lifað tvöföldu lífi og skoðað klám á internetinu.

Breskur maður sem er ákærður fyrir að hafa skotið konu sína og níu mánaða dóttur til bana í Massachuset í Bandaríkjunum segist saklaus - konan hafi skotið barnið og framið sjálfsmorð - og hann hafi tekið á sig sökina.

Saksóknarinn heldur öðru fram. Hann segir manninn, Neil Entwistle, hafa drepið konu sína, Rachel, og barnið sitt, Lilly Rose, því hann var kynferðislega ófullnægður.

Við réttarhöldin hefur hulunni verið svipt af tvöföldu lífi Neil sem sat löngum stundum fyrir framan tölvuna á MSN og klámsíðum.

Neil flúði til Bretlands daginn eftir harmleikinn. Það var í janúar 2006. Bandarískir fjölmiðlar fylgjast náið með málinu. Meðal annars hefur Fox News birt upptökur af yfirheyrslum yfir Neil. Þar lýsir hann því þegar hann kom að rúminu og svipti sænginni af líki konu sinnar og barns.

"Þegar ég gekk inn, gat ég ekki séð Lilly. Ég sá bara Rachel og hún leit út fyrir að vera sofandi," sagði hann. "...ég tók strax eftir því hvernig hún var á litinn, hún var svo föl, og þegar ég kom nær sá ég blóðið... ég dró sængina af þeim og þá sá ég Lilly - hún var öll í klessu."

Dómur verður kveðinn upp yfir Neil á morgunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×