Innlent

Farþegamet hjá Sæferðum

Breiðafjarðarferjan Baldur siglir til Flateyjar.
Breiðafjarðarferjan Baldur siglir til Flateyjar.

Farþegamet var slegið hjá Sæferðum í Stykkishólmi á laugardaginn var þegar rúmlega ellefu hundruð farþegar sigldu með skipum fyrirtækisins.

Farnar voru fjölmargar ferðir þennan dag, bæði í svokallaða ævintýrasiglingu, hvalaskoðun, í Flatey og á sjóstöng en einnig sigldi ferjan Baldur með einstaklega marga yfir fjörðinn og til Flateyjar þennan dag.

Í tilkynningu frá Sæferðum segir að ferðir í Flatey virðist ætla að verða vinsælastar í sumar og er það meðal annars rakið til þeirrar kynningar sem eyjan fékk í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Brúðgumanum, sem sýnd var í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×