Innlent

Dæmdur fyrir eitt gramm af hassi

Lögreglan náði með rannsókn sinni að gera upptækt hálft gramm af hassi.
Lögreglan náði með rannsókn sinni að gera upptækt hálft gramm af hassi.

Eitt gramm af hassi getur verið dýrkeypt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 23 ára karlmann fyrir að hafa keypt eitt gramm af kannabisefnum af ókunnugum aðila í Reykjavík.

Í dómnum kemur fram að drengurinn hafi flutt efnið til Vestmannaeyja þar sem hann seldi hálft gramm. Hinn helmingurinn fannst við húsleit á heimili hins ákærða.

Af lestri dómsins er ljóst að aðgerðir lögreglu hafa verið nokkuð viðamiklar og málinu fylgt eftir frá Reykjavík til eyja með húsleit og skýrslutökum. Héraðsdómur dæmdi drenginn til greiðslu 28 þúsund krónu sektar.

Athygli vekur að drengurinn mætti ekki fyrir dóm en ætli farið frá Eyjum auk tapaðs vinnudags í réttarsal sé ekki hærri upphæð en sektargreiðslan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×