Innlent

Vilyrði fyrir Vodafonehjólum í Reykjavík

Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar
Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri.
Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri.

Vilyrði er fyrir því að hjól verði til afnota á höfuðborgasvæðinu borgabúum að endurgjaldslausu. Símafyrirtækið Vodafone hefur verið að gefa sveitafélögum víðs vegar um landið hjól til afnota fyrir almenning. Hefur fyrirtækið lýst yfir vilja til slíks samstarfs við Reykjavíkurborg að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar miðborgarstjóra.

Jakob Frímann sagði í samtali við Vísi í dag að það gæti styst í að samningar næðust á milli Vodafone og Reykjarvíkurborgar. ,,Nú hefur boltanum verið kastað til þess sem með málið fer fyrir hönd Reykjarvíkur og að fengnu vilyrði frá markaðsstjóra Vodafone geta Reykjavíkurbúar látið sig hlakka til stæltra kálfra" sagði Jakob Frímann.

Að hans sögn hefur þetta gefist vel á landsbyggðinni. Hann taldi mögulega vera hægt að koma því þannig fyrir að hægt væri að taka hjól í Breiðholtslaug og skila því í Vesturbæjarlaug. Hægt yrði að fá hjólin í allt að heilan dag gegn einhvers konar tryggingu.

Reykjavíkurborg hefur þegar komið sér upp reiðhjólaflota til afnota fyrir starfsmenn sína.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×