Innlent

Fundu „skunk“ í bíl dópaðs ökumanns

Lögreglan á Selfossi lagði í síðustu viku hald á nokkrar kannabisplöntur við húsleit eftir að hún hafði stöðvað mann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að í bifreiðinni hafi fundist „skunkur" en svo nefnast kannabisefni stundum. Í framhaldinu var leitað á heimili mannsins og þar fundust kannabisplöntur í ræktun og nokkur grömm af hassi. Maðurinn viðurkenndi ræktunina og sömuleiðis að hafa flutt inn hassið.

Lögreglan á Selfossi stöðvaði einnig annan mann vegna fíkniefnaaksturs en við leit á honum fundust 18 e-töflur. Húsleit var svo gerð heima hjá honum í Reykjavík en þar fannst ekkert saknæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×