Innlent

Skýrsla tekin af eiganda hunds sem fannst við Kúagerði

Hvolpurinn, sem er doberman-blendingur, mun ná sér að fullu.
Hvolpurinn, sem er doberman-blendingur, mun ná sér að fullu.

Lögreglan á Suðurnesjum tekur sem stendur skýrslu af eiganda hvolpsins sem fannst í hrauni við Kúagerði skammt frá veginum þar sem keyrt er að Keili í fyrradag.

Eins og fram hefur komið var búið að grafa hundinn lifandi undir steinafargi en það var fólk sem var að viðra hunda sína á svæðinu sem fann hann. Leit lögreglu að eigandanum bar árangur í gær og er sem stendur verið að taka skýrslu af honum. Frekari upplýsingar um málið er ekki að fá að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×