Innlent

Sjötíu prósent vilja kanna pólitískar rætur Baugsmáls

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eru sjötíu prósent landsmanna eru hlynntir því að rannsaka hvort Baugsmálið eigi sér pólitískar rætur.

Greint er frá þessu í blaðinu í dag og þar segir að konur séu frekar hlynntari slíkri rannsókn en karlar. Þá eru kjósendur á landsbyggðinni hlynntari rannsókn en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Hvað varðar stuðning innan stjórnmálaflokkanna eru fæstir meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hlynntir rannsókn eða 55%. Mestur er stuðningurinn meðal kjósenda Samfylkingarinnar eða tæp 87%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×