Innlent

Ráðgjafahópur skoðar hagkvæmni bólusetninga og skimana

Haraldur Briem sóttvarnalæknir fer fyrir ráðgjafahópnum.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir fer fyrir ráðgjafahópnum.

Heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafahóp um bólusetningar og skimanir vegna smitsjúkdóma og krabbameina.

Eftir því sem segir í tilkynningu á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins á hópurinn að fara yfir og meta forvarnir á borð við bólusetningar og skimanir í tengslum við nýja heilsustefnu. Þá á hann að meta kostnaðarhagkvæmni bólusetninga og skimana fyrir lýðheilsu Íslendinga almennt og skilgreina betur hvernig best sé að standa að málum. Hópurinn skal skila tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. október í haust.

Fyrir hópnum fer Haraldur Briem sóttvarnalæknir en auk hans sitja fjórir aðrir læknar í hópnum ásamt skrifstofustjóra úr heilbrigðisráðuneytinu og lektor og prófessor úr Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×