Innlent

Sektuð fyrir að stela bíl og aka honum drukkin

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag konu til þess að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot.

Samkvæmt ákæru tók konan bíl í heimildarleysi við hús í Vestmannaeyjum í apríl síðastliðnum og ók honum undir áhrifum áfengis eftir götum bæjarins þar til hún missti stjórn á honum og hann valt.

Konan játaði sök fyrir dómi en auk sektarinnar er hún svipt ökuleyfi í ár. Greiði konan ekki sektina innan fjögurra vikna skal hún dúsa í fangelsi í 14 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×