Innlent

Kókaínpar áfram í gæsluvarðhaldi

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag, að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum, gæsluvarðhald yfir hollensku pari sem gripið var í Leifsstöð í síðustu viku með 300 grömm af kókaín í fórum sínum.

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann fíkniefnin í tösku parsins við reglubundið eftirlit en parið var að koma frá Amsterdam. Samkvæmt ákvörðun héraðsdóms skal parið sitja í varðhaldi til 7. júlí.

Parið bættist í hóp tveggja Hollendinga sem nú eru í gæsluvarðhaldi vegna smygls á fíkniefnum. Hollendingur var gripinn í byrjun júní með 800 grömm af krókaíni falin innvortis og síðan var Hollendingur á húsbíl handtekinn í Norrænu á Seyðisfirði í þarsíðustu víku eftir að hafa reynt að smygla 190 kílóum af hassi með skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×