Innlent

Bíður eftir niðurstöðu fundar

Icelandair
Icelandair

Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags atvinnuflugmanna, vill að svo stöddu ekki láta hafa neitt eftir sér varðandi fyrirhugaðir uppsagnir hjá Icelandair. Hann hyggst bíða eftir að fyrirtækið fundi með starfmönnum á morgun.

Ætlunin er að segja upp fjölda starfsmanna félagsins vegna erfiðleika í rekstri.

Um seinustu mánaðarmót var 24 flugmönnum Icelandair sagt upp. Þá gáfu forsvarsmenn fyrirtækisins ekki upp hvort að uppsagnirnar yrðu fleiri.

Félagsmenn FÍA eru rúmlega 600 og starfa ríflega helmingur þeirra hjá Icelandair.


Tengdar fréttir

Vill ekki tjá sig um uppsagnir Icelandair

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair vill ekki tjá sig um fyrirhugaðar uppsagnir félagsins að svo stöddu. Í samtali við Vísi í morgun benti hann á fjölmiðlafulltrúa félagsins en ekki hefur tekist að ná tali af honum í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×