Innlent

Flestir handteknir í júlí - fæstir í febrúar

SB skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2007.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ársskýrslu fyrir árið 2007.

Fram kemur í ársskýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að flestir voru handteknir í júlí en fæstir í febrúar.

Alls voru 3569 einstaklingar handteknir á fyrsta starfsári Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en sumir láti ekki alltaf segjast og urðu handtökunnar því samtals 5.991.

Júlí er greinilega annasamur því þá voru handteknir 592 (340 einstaklingar). Í febrúar, þegar veturinn nær hámarki voru hins vegar fæstir handteknir, 360 (240 einstaklingar).

Þegar litið er á vikudaga tróna helgarnar auðvitað á toppnum. Samt er athyglisvert að ívið færri voru handteknir á miðvikudögum (607 manns) en á þriðjudögum (637 manns).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×