Innlent

Maður lést af höfuðáverkum - Mögulegt manndráp á Frakkastíg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort Pólverji, sem lést af höfuðáverkum á sjúkrahúsi á föstudag, hafi verið myrtur. Landi hans, sem heimildir Vísis herma að sé nágranni mannsins, hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálfa aðra viku en það rennur út í dag.

Forsaga málsins er sú að lögreglan fann Pólverjann afar illa á sig kominn í íbúð á Frakkastíg 8 með mikla áverka á hnakka fyrir tæpum tveimur vikum. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést síðastliðinn föstudag. Í kjölfar þess að Pólverjinn fannst var landi hans úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Sá úrskurður rennur út í dag en að sögn Sigurbjörs Víðis Eggertssonar, yfirmanns ofbeldisdeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort farið verði fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum.

Sigurbjörn Víðir segir rannsókn málsins í fullum gangi og beinist helst að því að fá skýringar á hvernig hinn látni fékk áverkana á hnakkann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×