Fótbolti

Sjötti úrslitaleikurinn hjá Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Popparinn Enriqe Iglesias mun flytja opinbert lag EM 2008 fyrir úrslitaleik Þýskalands og Spánar á sunnudag.
Popparinn Enriqe Iglesias mun flytja opinbert lag EM 2008 fyrir úrslitaleik Þýskalands og Spánar á sunnudag. Nordic Photos / AFP

Þýskaland hefur tryggt sér sæti í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í sjötta sinn í sögunni sem er met.

Þýskaland komst síðast í úrslitaleikinn fyrir tólf árum er liðið varð Evrópumeistari er keppnin var haldin í Englandi árið 1996.

Spánverjar tryggðu sér einnig sæti í úrslitunum með sigri á Rússlandi í undanúrslitunum í gær en það er í þriðja sinn í sögunni og í fyrsta sinn í 24 ár.

Með sigri geta Spánverjar orðið aðeins þriðja þjóðin til að verða Evrópumeistari oftar en einu sinni. Hinar þjóðirnar eru Þýskaland (þrisvar) og Frakkland (tvisvar).

Sovétmenn komust fjórum sinnum í úrslitaleikinn en fögnuðu sigri aðeins einu sinni. Engin þjóð hefur tapað úrslitaleiknum oftar en ef Þýskaland tapar á sunnudaginn jafnar liðið þann árangur.

Þær Evrópuþjóðir sem hafa leikið til úrslita á EM:

Þýskaland 6 sinnum (3 sigrar - 2 töp)

Sovétríkin 4 (1-3)

Spánn 3 (1-1)

Frakkland 2 (2-0)

Ítalía 2 (1-1)

Tékkland 2 (1-1)

Júgóslavía 2 (0-2)

Danmörk 1 (1-0)

Grikkland 1 (1-0)

Holland 1 (1-0)

Belgía 1 (0-1)

Portúgal 1 (0-1)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×