Innlent

Annþór handrukkari handtekinn í tengslum við hraðsendingasmygl

Annþór Kristján Karlsson var handtekinn í dag og húsleit gerð heima hjá honum.
Annþór Kristján Karlsson var handtekinn í dag og húsleit gerð heima hjá honum.

Lögreglan handtók nú síðdegis handrukkarann alkunna Annþór Kristján Karlsson fyrir utan Leifsstöð í tengslum við smygl á 5,2 kílóum aðf amfetamíni og kókaíni. Bræðurnir Jóhannes Páll og Ari Gunnarssynir og Tómas Kristjánsson, sem starfaði hjá hraðsendingafyrirtækinu UPS, hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá því í lok síðustu viku.

Annþór er víðfrægur hrotti sem lauk nýlega afplánun á þriggja ára fangelsisdómi vegna líkamsárásar. Samkvæmt heimildum Vísis gerði lögreglan húsleit á heimili Annþórs í Vogunum í dag eftir að hann var handtekinn. Ekki er vitað á þessari stundu hvernig Annþór tengist málinu.

Í dag úrskurðaði Hæstiréttur vegna kæru Tómasar Kristjánssonar og Ara Gunnarssonar á gæsluvarðahaldsúrskurði í síðustu viku. Einnar viku gæsluvarðahaldsúrskurður yfir Ara var staðfestur og munu hann og bróðir hans Jóhannes Páll því sitja í gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Í máli Tómasar sem kærði einnar viku gæsuvarðhaldsúrskurð til Hæstaréttar var hins vegar fallist á kröfu lögreglunnar sem krafðist tveggja vikna gæsluvarðhalds yfir honum. Tómas mun því sitja í gæsluvarðhaldi fram á fimmtudag í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×