Erlent

Bush útilokar ekki að sniðganga opnunarhátíð ÓL

George Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að hann sniðgangi opnunarhátíðina á Ólympíuleikunum í Peking til þess að mótmæla framferði Kínverja í Tíbet og mannréttindabrotum í Kína.

Þetta kom fram í máli Dönu Perino, talsmanns Hvíta hússins, í dag. Hún sagði að forsetinn myndi hugsanlega verða viðstaddur einhverja viðburði á Ólympíuleikunum ef hann sleppti opnunarhátíðinni.

Demókratar, með Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í broddi fylkingar, hafa hvatt Bush til þess að að sniðganga opnunarhátíðina og hið sama hefur Hillary Clinton forsetaframbjóðandi gert.

Fram hefur komið að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hyggist ekki sækja opnunarhátíðina og þá íhugar Nicholas Sarkozy Frakklandsforseti stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×