Erlent

Fjölgar í Klaninu eftir kjör Obama

MYND/AP

Félögum í haturssamtökunum Ku Klux Klan hefur fjölgað verulega eftir að Barack Obama var kjörinn forseti Bandaríkjanna.

Mörg mannréttindasamtök í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að svokölluðum hatursglæpum hafi fjölgað eftir að Barack Obama var kjörinn forseti landsins fyrstur blökkumanna.

Þau tilgreina mörg hundruð tilfelli af árásum og auðmýkingu sem rekja megi til úrslita kosninganna 4. nóvember. Í flestum tilfellum hefur þó ekki verið um að ræða líkamlegt ofbeldi heldur svívirðingar ýmiss konar.

Samtímis skýra samtök kynþáttahatara frá því að fjölgað hafi í röðum þeirra. Meðal þessara samtaka eru hin illræmdu Ku Klux Klan sem hafa barist gegn mannréttindum svertingja allt frá þrælastríðinu.

Mannréttindasamtökin segja að þarna spili einnig inní aukið atvinnuleysi vegna kreppunnar og ótta sumra hvítra manna við að þeir verði komnir í minnihluta í landinu um miðja þessa öld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×