Innlent

Hjörleifur áfram forstjóri Orkuveitunnar

Hjörleifur Kvaran ávarpar starfsmenn í Orkuveituhúsinu nú í hádeginu.
Hjörleifur Kvaran ávarpar starfsmenn í Orkuveituhúsinu nú í hádeginu. MYND/Jón Hákon

Hjörleifur Kvaran verður áfram forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins. Stjórnin fundaði í hádeginu þar sem endanleg ákvörðun var tekin og var gert hlé á fundinum til þess að tilkynna starfsmönnum þessi tíðindi.

Starfsfólk kom saman í matsal til að hlýða á tilkynninguna og af viðbrögðum þeirra að dæma virðist vera ánægja með ákvörðunina því fólk hópaðist að Hjörleifi og óskaði honum til hamingju.

Hjörleifur tók við starfi forstjóra Orkuveitunnar í fyrrahaust þegar Guðmundur Þóroddsson, þáverandi forstjóri, fékk leyfi til að starfa fyrir dótturfyrirtækið Reykjavík Energy Invest. Guðmundur átti að snúa aftur á þessu ári en í maí síðastliðnum ákvað stjórnin að segja Guðmundi upp störfum og var starfið auglýst. Átján sóttust eftir því og var Hjörleifur valinn sem fyrr segir.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×