Erlent

Haider var drukkinn þegar hann keyrði á

Austurríski öfga hægri maðurinn Joerg Haider var undir áhrifum áfengis þegar hann lést í bílslysi á laugardag. Stefan Petzner, sem tók við af Haider sem nýr formaður Austurríska framtíðarflokksins, staðfesti þetta í samtali við Reuters fréttastofuna.

Haider, sem var 58 ára, lést snemma á laugardagsmorgun þegar bíll hans þeyttist út af vegi í Carinthia héraði þar sem hann var héraðsstjóri. Bílnum var ekið á rúmlega 140 kílómetra hraða, eða meira en tvöföldum hámarkshraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×