Lífið

Brúðguminn framlag Íslands til forvals Óskarsverðlauna

Brúðguminn, mynd Baltarsars Kormáks, verður valinn framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna um bestu erlendu myndina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.

Kosningu meðal meðlima Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna lauk á miðnætti í gær. Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Brúðguminn hefði hlotið tilnefningu til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Myndin er byggð á leikriti Antons Tsjekhov um Ivanov og hlaut afar góða aðsókn hér á landi fyrr á árinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.