Erlent

Breskir fangar fengu bætur fyrir lyfjaskort

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þrír breskir fangar í Winchester fá bætur sem nema rúmum 800 þúsund krónum hver fyrir að hafa verið neitað um verkjalyfið meþadón til að halda heróínfíkn þeirra í skefjum.

Taldi dómari þetta brot á mannréttindum þeirra. Dómurinn hefur vakið nokkur viðbrögð, meðal annars lét talsmaður skattgreiðenda þau orð falla að það væri ósvinna að almenningur bæri kostnað af því að fíklum væri ekki leyft að neyta lyfja í fangelsum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×