Lífið

Britney stelur senunni - myndband

Christina og Britney.
Christina og Britney.

Britney Spears setti VMA tónlistarhátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar sem haldin var hátíðlega í 25 skiptið í gærkvöldi, klædd í kjól eftir hönnuðinn Versace.

Britney er greinilega öll að koma til en hún missti fyrr á þessu ári forsjá yfir drengjunum sínum tveimur.

Christina Aguilera.

Þegar Britney tók við verðlaunum fyrir besta tónlistarmyndbandið Piece of Me þakkaði hún sonum sínum og guði fyrir árangurinn.

Einnig fékk Britney verðlaun fyrir besta popplagið og besta tónlistarmyndbandið í flokki söngkvenna.

Eins og myndirnar sýna kom söngkonan Christina Aguilera fram á hátíðinni þar sem hún söng lagið Keeps Gettin' Better klædd í latexgalla.

Britney fór heim með þrjár verðlaunastyttur.

Það leikur enginn vafi á að Britney Spears stal senunni ásamt leikaranum Jonah Hill í stuttu myndskeiði þar sem hann ítrekað reyndi að kyssa söngkonuna.

Myndskeiðið var sýnt áður en Britney gekk á sviðið og setti hátíðina.

Sjá myndskeiðið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.