Innlent

Dæmdir fyrir þjófnað á sígarettum og peningum

MYND/Ingólfur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo menn í fangelsi fyrir þjófnað. Þeim var gefið að sök að hafa stolið fjórum sígarettukartonum og 360 þúsund krónum úr verslun Olís að Esjugrund á Kjalarnesi. Annar mannana fór í heimildarleysi inn í verslunina með lyklum sem hinn lét honum í té. Sá sem fór inn í verslunina hafði að auki fengið upplýsingar um myndavéla- og öryggiskerfi fyrirtækisins svo hann ætti greiða leið inn í húsnæðið.

Annar mannana var einnig ákærður fyrir innbrot í söluturninn Bónusvídeó í Breiðholti þar sem hann stal fjórum kartonum af sígarettum.

Ákærðu játuðu brot sín skýlaust og voru dæmdir í fangelsi, annar í fimm mánuði og hinn í þrjá. Auk þess sem öðrum þeirra var gert að greiða Olís um 565 þúsund krónur og Bónusvídeó tæpar 1300 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×