Innlent

IKEA innkallar barnasvefnpoka

IKEA á Íslandi hefur ákveðið að innkalla Barnslig-svefnpoka og eru viðskiptavinir vinsamlegast um að skila vörunni aftur í IKEA-verslunina gegn fullri endurgreiðslu.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að það hafi fengið tvær tilkynningar frá viðskiptavinum erlendis þar sem botninn á rennilásnum hefur losnað frá, sem gerir það mögulegt fyrir sleðarofann að losna frá. Báðir hlutirnir geta skapað hættu á köfnun fyrir lítil börn. Engin meiðsl hafa verið tilkynnt.

„Svefnpokarnir eru framleiddir í Indónesíu og hafa verið seldir síðan í apríl 2008 á öllum svæðum nema Bandaríkjunum, Kanada og í Sameinuðu Furstadæmunum. Viðskiptavinir sem keypt hafa BARNSLIG svefnpoka með dagsetningarstimplunum 0745 upp í 0824 eru beðnir um að skila honum til IKEA gegn fullri endurgreiðslu. Dagsetningarstimpillinn (yyww) finnst á merkimiða sem saumaður er innan á svefnpokanum," segir í tilkynningunni.

Þar segir enn fremur að rennilásinn standist ekki gæðakröfur og þar af leiðandi hafi IKEA hætt allri sölu og framleiðslu á svefnpokunum. Í kjölfarið mun farið yfir allt framleiðsluferlið.

Til að fá meiri upplýsingar er hægt að hringja í IKEA síma 520-2500 eða kíkja á heimasíðuna www.IKEA.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×