Innlent

Hollenskur smyglari fær að afplána hluta dóms heima

Johan Hendrick sést hér mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Stóra BMW-málið var tekið fyrir.
Johan Hendrick sést hér mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Stóra BMW-málið var tekið fyrir.

Hollendingurinn Johan Hendrick, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að Stóra BMW-málinu árið 2006 þar fjórir menn reyndu að smygla 15 kilóum af hassi og 10 kílóum af amfetamíni í tanki BMW-bifreiðar, hefur fengið leyfi til að afplána hluta dómsins í Hollandi.

Hendrick hefur dvalið á Litla-Hrauni allt frá því að hann var handtekinn í byrjun apríl 2006. Hann ætti samkvæmt reglum um erlendra ríkisborgara að vera laus úr afplánun í apríl 2009 þegar hann hefur setið af sér helming dómsins.

Hendrick á barn og konu úti og fór fram á það fyrir rúmu ári að fá að afplána hluta dómsins í Hollandi til að eiga auðveldara með samskipti við fjölskyldu sína, Nú hefur dómsmálaráðuneytið samþykkt það en óvíst er hvort Hendrick þekkist boðið, sérstaklega í ljósi þess að hann á aðeins eftir að afplána níu mánuði af dóm sínum.

Heimildir Vísis herma að Hendrick líki lífið afar vel á Litla-Hrauni sem sé töluvert frábrugðið því sem gengur og gerist í hollenskum fangelsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×