Innlent

Jónsmessuganga á Seltjarnarnesi í sól og blíðu

Frá brennunni í gær.
Frá brennunni í gær.

Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin í gærkvöldi.

Gengið var eftir Norðurströndinni og út að Gróttu með fyrrverandi bæjarstjóranum Sigurgeir Sigurðssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fræðslu- og menningarsvæði Seltjarnarness.

Að lokum var fjölmennt við brennu þar sem Bjarki Harðarson spilaði á harmonikku og Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar stýrði fjöldasöng.









Frá göngunni í gær

,,Gestir gengu heim á leið, glaðir í bragði og mun fróðari um Seltjarnarnesið en áður, þegar sólin var enn hátt á lofti á þessari einstaklega fallegu Jónsmessunótt," eins og segir í tilkynningu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×