Innlent

Sektaður og sviptur fyrir akstur undir áhrifum lyfjakokkteils

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Suðurlands verið dæmdur fyrir fíknefnakstur í umdæmi lögreglunnar í Selfossi fyrr á þessu ári og var hann í dag sektaður um 180 þúsund krónur vegna athæfisins.

Samkvæmt ákæru var maðurinn gripinn við akstur um Þelamörk í Hveragerði óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna áhrifa amfetamíns, kókaíns og THC-sýru. Maðurinn neitaði sök í málinu en dómurinn sagði að ekkert hefði komið fram sem veikti sönnunargildi matsgerðar um efni í blóði og þvagi ákæra. Var hann því sakfelldur og auk sektar sviptur ökuleyfi í tvö ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×