Innlent

Akureyri, Selfoss og Borgarnes í 3G samband

Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova
Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova

Akureyri, Selfoss og Borgarnes hafa bæst í hóp þeirra bæjarfélaga sem geta tengst 3G farsíma- og netkerfi Nova eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Nova.

Í tilkyninngu segir jafnframt að „3G þjónustusvæði Nova nái að auki um allt höfuðborgarsvæðið, Reykjanes, Hveragerði, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, auk þess sem helstu sumarbústaðasvæði á Suður- og Vesturlandi eru tengd kerfinu, þ.m.t. Grímsnes, Þingvellir, Þrastarskógur, Flúðir, Munaðarnes, Skorradalur, Svínadalur og Húsafell. Næstu svæði sem tengd verða 3G kerfi Nova eru m.a. Vestmannaeyjar, Bifröst og Fljótshlíð en áætlað er að þessir staðir bætist við á næstu vikum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×