Fótbolti

Þjálfari Austurríkis hættir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Josef Hickersberger hefur sagt af sér sem þjálfari Austurríkis. Austurríki er annar gestgjafa Evrópumótsins en liðið hlaut eitt stig í riðlakeppninni og skoraði eitt mark, það kom úr vítaspyrnu.

Hickersberger er 60 ára gamall en hann þjálfaði Austurríki frá því árið 2006 en hann þjálfaði liðið einnig 1988-1990. Hann sagði þá hinsvegar af sér eftir 1-0 tap Austurríkis gegn Færeyjum í undankeppni EM.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×