Innlent

Eigandi Margrétar: Þetta eru höfðingjar

Jón Pétursson, eigandi Margrétar, Samherjatogarans fyrrverandi, er afar þakklátur lögreglunni og hafnaryfirvöldum á Akureyri fyrir þeirra þátt í að bjarga skipinu frá því að sökkva við Krossanesbryggju í nótt.

„Þetta eru höfðingjar, bæði hjá lögreglunni og hafnaryfirvöldum, sem stóðu sig eins og hetjur,“ segir Jón sem fylgdist með aðgerðunum í nótt í gegnum síma frá Reykjavík.

Aðspurður sagði Jón að vatnsslanga sem tengd var beint við kerfið í skipinu hefði gefið sig með þeim afleiðingum að sjór komst í vélarúmið. Hann hyggst setja um 50 þúsund lítra af olíu á skipið til að það nái jafnvægi og gera við slönguna á næstu dögum. Jafnframt hyggst hann ganga betur frá brotajárnsfarminum sem er um borð í Margréti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×