Innlent

Umboðsmaður átelur Utanríkisráðuneytið

SB skrifar
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis.
Utanríkisráðuneytið vísaði til jafnréttislaga við skipu í stöðu embætti sendifulltrúa í utanríkisþjónustunni. Umboðsmaður Alþingis átelur Utanríkisþjónustuna fyrir það þar sem jafnréttissjónarmið réðu ekki úrslitum við stöðuveitinguna

Tilefni álits umboðsmanns er kvörtun einstaklings sem var ekki skipaður í embættið. Í rökstuðningi sem einstaklingurinn fékk frá ráðuneytinu var vísað í jafnréttislög en ekki var getið þess í auglýsingu um stöðuna að frekar væri óskað eftir konum en körlum.

Umboðsmaður taldi að þrátt fyrir að ákvörðun ráðherra væri "verulega matskennd" hefði hún ekki farið á svig við lög. Engu að síðar skrifaði hann ráðuneytinu bréf og átaldi ráðuneytið fyrir það hvernig staðið var að auglýsingu embættisins og þeim forsendum sem það var auglýst á.

Í svari ráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hafi "þegar gert ráðstafanir til að breyta verkferlum sínum til að koma í veg fyrir að svona tilvik endurtaki sig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×