Innlent

Agaviðurlög og gjaldþrot í nýjan Evrópu-gagnagrunn

SB skrifar
Framkvæmdaráð Evrópu fer þess á leit við Ísland að gerast þáttakendur í upplýsingakerfinu.
Framkvæmdaráð Evrópu fer þess á leit við Ísland að gerast þáttakendur í upplýsingakerfinu.
Persónuvernd telur ekki þörf á að breyta lögum um persónuvernd vegna þáttöku Íslands í nýjum gagnagrunni á vegum Evrópusambandsins. Í gagnagrunninum verðurmiðlað verður upplýsingum um fjárhagsstöðu einstaklings, hvort hann hafi lögleg starfsréttindi eða gerst brotlegur við lög.

Gagnagrunnurinn ber heitið IMI-upplýsingakerfið sem er skammstöfun á Internal Market Information system. Það er framkvæmdaráð Evrópusambandsins sem fer fram á það við Ísland að taka upp kerfið.

Í gagnagrunninum verða sendar upplýsingar um hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið löggildingu eða starfsleyfi en þar verða einnig upplýsingar um hvort einstaklingur hafi þurft "...að sæta agaviðurlögum, hafi verið sviptur starfsréttindum eða heimildum, hafi hlotið dóm fyrir refsivert athæfi, hvort hann hafi misst forræði á búi sínu og hvort hann hafi óflekkað mannorð."

Samkvæmt þessu myndi til dæmis nýlegur dómur í Baugsmálinu fara beint inn í upplýsingakerfið eða önnur brot manna í starfi í fjármálageiranum.

Anna Pála Sverrisdóttir, lögfræðingur hjá Persónuvernd, segir upplýsingakerfið tengjast innri markaði Evrópusambandsins; þetta sé nýtt upplýsingakerfið sem sé ætlað að greiða fyrir rafrænum samskiptum stjórnvalda og styðja við frjálsa þjónustustarfsemi.

Dómsmálaráðuneytið hafði til skoðunar hvort breyta þyrfti lögum um persónuvernd vegna kerfisins. Óskað var eftir umsögn Persónuverndar. Í umsögninni segir Persónuvernd að ekki sé æskilegt að hrófla við persónuverndarlögum en nauðsynlegt sé að gera annað hvort breytingu á lögum um viðurkenningu á menntun og prófskírteinum eða setja sérlög um notkun IMI-upplýsingakerfisins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×