Innlent

Enginn ísbjörn en spor eftir sauðfé

Ísbjörn eða kind?
Ísbjörn eða kind? MYND/Feykir

Enginn ummerki ísbjörns fundust við Bjarnafell á Skaga þar sem tvær konur kváðust hafa séð ísbjörn á sunnudaginn. Aðeins fundust spor eftir sauðfé á staðnum.

Lögreglan sendi frá sér tilkynningu vegna málsins seint í gærkvöld.

„Í tilefni af tilkynningu, sem barst lögreglu á sunnudag, um hugsanlegan ísbjörn við Bjarnarfell á Skaga vill lögreglan á Sauðárkróki koma eftirfarandi á framfæri. Mikil leit hefur verið framkvæmd úr lofti frá því á sunnudagskvöld án þess að bjarnar hafi verið vart. Í kvöld fóru lögregla, björgunarsveitarmenn og skyttur á það svæði sem tilkynnandi taldi sig hafa séð dýrið. Út frá myndum frá tilkynnanda var hægt að finna nákvæma staðsetningu. Við skoðun kom í ljós að engin ummerki voru eftir bjarndýr á svæðinu. Jarðvegur var rakur og sáust greinileg spor eftir sauðfé. Er það mat lögreglu að bjarndýr hafi ekki getað farið um svæðið án þess að slíkt myndi sjást á jarðvegi á vettvangi. Við svo búið telur lögregla að ekki sé ástæða til áframhaldandi leitar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×