Fótbolti

Tomasson snýr aftur til Feyenoord

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jon Dahl Tomasson fagnar mark í leik með Villarreal.
Jon Dahl Tomasson fagnar mark í leik með Villarreal. Nordic Photos / AFP

Danski sóknarmaðurinn Jon Dahl Tomasson hefur gengið aftur til liðs við Feyenoord frá Villarreal á Spáni.

Hann lék með félaginu frá 1998 til 2002 og varð Evrópumeistari félagsliða með Feyenoord árið 2002. Tomasson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

„Það er frábært að vera kominn aftur til Feyenoord á nýjan leik," sagði Tomasson. „Þetta er frábært félag og mér hefur alltað liðið eins og heima hjá mér hér."

Tomasson fór frá Feyenoord til AC Milan og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2003. Hann fór svo til Stuttgart árið 2005 og til Villarreal í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×