Erlent

Sarkozy fundaði með Dalai Lama

Nicolas Sarkozy
Nicolas Sarkozy

Nicolas Sarkozy forseti Frakklands átti hálfrar klukkustundar fund með Dalai Lama í pólsku hafnarborginni Gdansk í gær og kallaði með því yfir sig reiði kínverskra stjórnvalda.

Sarkozy og Dalai lama voru staddir í Gdansk til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Lech Walesa, fyrrverandi leiðtogi Samstöðu og forseti Póllands, hlaut friðarverðlaun Nóbels.

Kínversk stjórnvöld sögðu í yfirlýsingu að með fundinum sýndi Sarkozy að hann væri tækifærissinni og með því að funda með Dalai Lama tæki hann þáttí að grafa undan fullveldi Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×