Lífið

Geir opnar sportklúbb í stað súlustaðar

Geiri opnaði í gær sportklúbbinn Steak and play á Grensásvegi 7 sem hýsti áður súlustaðinn Bóhem.
Geiri opnaði í gær sportklúbbinn Steak and play á Grensásvegi 7 sem hýsti áður súlustaðinn Bóhem.

„Opnunin var flott. Það komu hingað í kringum 900 manns. Fólk á öllum aldri," svaraði Ásgeir Davíðsson, eða Geiri eins og hann er kallaður, aðspurður um veitingastaðinn Steak and Play sem hann opnaði á Grensásvegi 7.

„Þetta er Sportklúbbur með fullt af sjónvarpsskjám, í kringum 20 skjái þannig að menn geta fengið sjónvarp að borðinu hjá sér þar sem þeir geta tekið myndir með sér að heiman og skellt dvd disknum í tækið á meðan þeir borða. Þetta er fyrst og fremst sportklúbbur með risastóru tjaldi og svo er karókí hérna öll kvöld," segir Ásgeir ánægður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.