Kryddstúlkan Melanie Chisholm, sem er kölluð Mel C, staðfesti í dag á heimasíðu sinni að hún á von á barni með kærastanum sem hún hefur verið í sambandi við í sex ár, Thomas Starr.

Þar segir 34 ára Mel C: „Ég er með góðar fréttir því núna get ég sagt ykkur að ég og Tom eigum von á barni og við erum mjög hamingjusöm."