Innlent

Baðstrandargestir leita skjóls undir rofabörðum

Ylströndin í Nauthólsvík
Ylströndin í Nauthólsvík

Enn er áratugur hið minnsta þar til skjól skapast við eina baðstrandarsvæði Reykvíkinga - Ylströndina í Nauthólsvík. Umsjónarmaður svæðisins segir dapurt að borgaryfirvöld hafi ekki hugsað fyrir skjólmyndun. Barátta hans fyrir skjóli hefur skilað gróðurbelti sem nú teygir sig fáeina sentímetra í loft upp.

Norðanáttin færir íbúum suðvesturhornsins gjarnan heiðskíran himin með tilheyrandi sólskini sem flestir fagna á sumrin. Á slíkum dögum flykkist fólk í Nauthólsvíkina og gestir þar kannast sjálfsagt flestir við kaldan strekkinginn á ströndinni þegar norðanáttin og hafgolan sameinast um að framkalla gæsahúð á strandgestum.

Þetta er áttunda sumarið sem Ylströndin laðar til sín fáklædda gesti sem gjarnan raða sér undir rofabörðin þar sem helst er skjól að finna. Það var fyrst í fyrra sem umsjónarmaður Ylstrandarinnar fékk það í gegn hjá garðyrkjudeild borgarinnar að plantað væri skjólbelti fyrir norðanáttinni - en langt er í að það veiti skjól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×