Innlent

Varað við hálku og þoku á Holtavörðuheiði

MYND/GG

Varað er við krapa og fljúgandi hálku og þoku á Holtavörðuheiði.

Þá er snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði eftir því sem segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. Á Norðurlandi eru hálkublettir á Siglufjarðarvegi, hálka og skafrenningur á Lágheiði og hálkublettir og éljagangur er á Öxnadalsheiði.

Á Norðausturlandi er snjóþekja, hálkublettir og éljagangur á Mývatnsheiði og Mývatnsöræfum og á Austurlandi eru hálkublettir, krapi og éljagangur mjög víða. Snjóþekja er á Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×