Innlent

Hálka á vegum um allt land

Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víðsvegar um landið. Á Suðurlandi er hálka á Hellisheiði, Sandskeiði, í Þrengslum og uppsveitum. Hálka og snjóþekja er á Vesturlandi. Á Holtavörðuheiði er snjókoma.

Á Vestfjörðum er hálka, þæfingur er á Hrafnseyrarheiði, þungfært og skafrenningur á Dynjandisheiði, hálka og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði.

Mikill éljagangur og snjókoma á öllum leiðum á Norðurlandi. Hálka og skafrenningur er á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði. Þæfingsfærði er í Fljótum og á Lágheiði.

Víða á Austurlandi er hálka eða snjóþekja og á Suðausturlandi er hálka og hálkublettir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×