Innlent

Siv um fjárlagaumræðuna: „Er þetta djók?“

Siv spurði hvort menn væru að grínast á þingi í dag.
Siv spurði hvort menn væru að grínast á þingi í dag.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnuna við fjárlög harðlega á Alþingi í dag. Kvartað var yfir því að þegar tillögur um niðurskurð frá ríkisstjórn hafi borist hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að leggja mat á tillögurnar ekki legið fyrir. Ómögulegt hafi því verið að taka afstöðu til málsins en nú stendur yfir önnur umræða fjárlaga og ætti því að fresta afgreiðslunni.

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar tók að nokkru leyti undir með stjórnarandstæðingum og sagði að betra hefði verið ef tillögurnar hefðu komið fyrr fram í nefndinni. Staðreyndin væri hins vegar sú að þær liggi ekki fyrir og því ekki um það að ræða. Hann sagðist þó ekki útiloka að fjárlögin verði tekin upp á árinu.

Siv Friðleifsdóttir þingkona Framsóknarslokksins og spurði í ræðustól: „Á þetta að vera eitt allsherjar djók?" Að hennar mati er ekkert um að tala eins og staðan er í dag og því tilgangslaust að halda áfram með málið þar sem grundvallarforsendur í málinu vanti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×