Innlent

FME og Seðlabanki ekki sameinað fyrir áramót

Geir H. Haarde í ræðustól á Alþingi.
Geir H. Haarde í ræðustól á Alþingi.

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu að hugmyndin um að færa Fjármálaeftirlitið að nýju undir Seðlabanka Íslands væri enn til athugunar. Hann sagði þetta þó eilítið flóknara því til þess að svo geti orðið þurfi lagabreytingu og því gerist það ekki fyrir áramót.

Það var Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins sem spurði Geir út í þetta í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi. Hann spurði Geir einnig hversvegna Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefði ekki verið boðaður á fjölda samráðsfunda ráðherra og yfirstjórnar Seðlabankans.

Geir svaraði því til að formenn stjórnarflokkanna myndu koma sér saman um hverjir sætu slíka fundi. Það væri ekkert endilega sama fólkið og færi eftir efni fundarins og umræðum hverju sinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×