Innlent

Krefjast kosningar um deiliskipulag vegna stækkunar í Straumsvík

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri fær undirskriftirnar væntanlega afhentar á morgun.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri fær undirskriftirnar væntanlega afhentar á morgun.

Áhugafólk um stækkun álversins í Straumsvík ætlar, á morgun, að afhenda bæjarstjórn Hafnarfjarðar undirskriftir 5000 kjörbærra Hafnfirðinga þar sem farið er fram á kosningu um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík.

Reglur bæjarins kveða á um að ef 25% kjörbærra bæjarbúa fari fram á kosningu um mál af þessu tagi þá sé bæjaryfirvöldum skylt að efna til kosninga um málið. Undirskriftir verða afhentar fyrir bæjarráðsfund sem haldinn verður í ráðhúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu klukkan tólf á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×