Innlent

Kristján Þór hefur ekki fengið bónorðið

Kristján Þór Júlíusson 1. þingmaður Norðurlandskjördæmis-eystra.
Kristján Þór Júlíusson 1. þingmaður Norðurlandskjördæmis-eystra.

„Það er ekki mitt að dæma um það," segir Kristján Þór Júlíusson þegar Vísir spyr hann að því hvort eitthvað sé hæft í því að hann verði ráðherra á næstunni.

Háværar raddir hafa verið um það á síðustu dögum að Árni Mathiesen og Björn Bjarnason yfirgefi ráðherrahóp sjálfstæðismanna á næstu dögum og að Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson komi í þeirra stað. Björn útilokar ekki þann möguleika að hann víki úr ríkisstjórn í færslu sem hann skrifar á vefsíðu sína. Kristján Þór Júlíusson segir þó að enginn hafi boðið sér ráðherrastól enn sem komið er.

Aðspurður segir Kristján að enginn Íslendingur hafi komist hjá því að hlusta á þá umræðu sem hafi átt sér stað um mögulegar breytingar á ríkisstjórninni síðustu daga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×