Innlent

Skíðasvæðin í Tindastól og Hlíðarfjalli opin

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. MYND/ÆGIR

Skíðasvæðið í Tindastól verður opið til klukkan 16 í dag. Þar er nægur og góður snjór og færið gott. Þá er einnig opið í Hlíðarfjalli við Akureyri til klukkan 16.

Lokað er í dag í Bláfjöllum vegna bleytu.

,,Gærdagurinn var mjög góður. Allir skemmtu sér vel og fóru heim með bros á vör," segir Viggó Jónsson staðarhaldari í Tindastól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×