Innlent

Tveir félagar Annþórs handteknir - grunaðir um aðstoð við flóttann

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á flótta Annþórs Kristjáns Karlssonar úr fangageymslu í morgun. Þeir eru grunaðir um að hafa aðstoðað Annþór. Alls gerði lögregla húsleit á tólf stöðum í dag í leit sinni að Annþóri

Frekari upplýsingar er ekki að fá að svo stöddu en þess má geta að allt að tveggja ára fangelsi liggur við því að hjálpa fanga að strjúka.

Ekkert hefur enn spurst til Annþórs sjálfs en hann braut öryggisgler í glugga á fangaganginum á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og hoppaði niður af annarri hæð hússins.

Annþór er 186 sentímetrar á hæð og var klæddur í hvítan bol, bláar gallabuxur og er talinn vera í íþróttaskóm. Hann er þrekvaxinn og með ljóst hár. Lögregla segir hann hættulegan. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 800-1000 eða 420-1800.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×