Erlent

Átjándu aldar bréf Georgs III hvalreki á sagnafjörur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Georg III í augum samtíðarlistamanns.
Georg III í augum samtíðarlistamanns. MYND/Telegraph

Föðurlegar áminningar og skammir en einnig stolt af syninum er meðal þess sem lesa má í nýfundnum bréfum frá Georg þriðja Englandskonungi til sonarins, Vilhjálms prins fjórða.

Bréfin eru skrifuð á áttunda áratug átjándu aldar og lýsir konungurinn þar meðal annars ánægju sinni með að Vilhjálmur skuli hafa gengið í konunglega sjóherinn og að þar muni hann verði fjölskyldunni til sóma. Einnig skammar hann þó son sinn fyrir slæma mannasiði og þann félagsskap sem hann hefur valið sér sem er konunginum lítt þóknanlegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×