Erlent

McCain tapar að mati veðbanka

MYND/AP

Útlitið er ekki gott fyrir John McCain, forsetaframbjóðanda repúblikana í Bandaríkjunum, þessa dagana. Flestar skoðanakannanir benda til þess að hann muni lúta í lægra haldi fyrir Barack Obama, frambjóðanda demókrata og ekki batnar staðan þegar horft er til mats veðbanka.

Breski veðbankinn Ladbrokes gefur gefur mönnum líkurnar 1-10 á því að Obama vinni, það er að menn fá eitt pund ef þeir leggja tíu pund undir að Obama vinni. Hins vegar eru líkurnar 11-2 að McCain vinni samkvæmt Ladbrokes. Það þýðir að menn fá fimm og hálft pund ef þeir hafa lagt eitt pund undir að McCain vinni.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Obama fimm prósentustiga forskot á McCain á landsvísu fyrir kosningarnar sem verða eftir rúma viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×